top of page
Mynd af Ólafi Kára Júlíussyni

Ólafur Kári Júlíusson

M.Sc. Vinnusálfræði

Vinnuvís býður faglega sálfræðiráðgjöf, fræðslu og þjálfun sem styður bæði einstaklinga og fyrirtæki í að ná fram betri vellíðan, skýrari stefnu og sterkari árangri.

 

Fyrir fyrirtæki:

✔ Starfsánægja, streitustjórnun og forvarnir gegn kulnun

✔ Leiðtogahæfni og stjórnunarráðgjöf

✔ Áskoranir í samskiptum og teymisvinnu

✔ Stuðningur við breytingar og stefnumótun

✔ Fjölbreytt fræðsla - EKKO, samskipti, streita, erfið samtöl, viðvera o.fl.

 

Fyrir einstaklinga:

✔ Streita, kulnun og jafnvægi vinnu- og einkalífs

✔ Sjálfstraust, ákvörðunartaka og markmiðasetning

✔ Starfsþróun og stefnumótun í ferli

✔ Úrvinnsla álagstengdra áskorana

Um Vinnuvís

Ólafur hefur yfir 15 ára reynslu í mannauðsmálum og vinnusálfræði og vinnur með fyrirtækjum að því að skapa betra vinnuumhverfi, styrkja teymi og auka árangur í rekstri mannauðseininga. Ólafur leggur áherslu á að greina áskoranir, finna raunhæfar lausnir og styðja stjórnendur og starfsfólk í gegnum þau verkefni og breytingar sem þarf að vinna. Vinna Ólafs byggir á hagnýtum aðferðum vinnusálfræðinnar, gögnum og þörfum vinnustaðarins á hverjum tíma.

 

Sterk fyrirtækjamenning og góð forysta er lykillinn að árangri, ánægju og heilbrigðum vinnustað.

Góðir vinnustaðir verða ekki til af sjálfu sér – þeir eru mótaðir með skýrri stefnu, góðri forystu og markvissum aðgerðum.

 

Vinnuvís aðstoðar stjórnendur, starfsfólk og teymi að vinna markvisst að bættum vinnustað, hvort sem um er að ræða mannauðsmál, samskipti, streitu, álag, fræðslu eða einelti og áreitni.

Vinnuvís býður upp á hagnýtar lausnir sem stuðla að betra vinnuumhverfi og sterkari teymum.

 

Markmiðið? Að skapa vinnustaði þar sem fólk getur náð árangri án þess að brenna út og síðast en ekki síst hafa gaman af vinnunni.

Services
Contact

Hafðu samband

Hafðu samband – Það byrjar allt með samtali

Hvort sem þú ert að velta fyrir þér stjórnendahandleiðslu, fræðslu eða hvernig hægt er að draga úr streitu og bæta samskipti á vinnustað, þá er fyrsta skrefið einfalt – hafðu samband!

Sendu mér línu, hringdu eða bjóddu í kaffibolla (ég tek svart kaffi alvarlega). Við finnum lausnir sem virka fyrir þig og þitt teymi.

Ólafur Kári Júlíusson

olafur@vinnuvis.is

Símanúmer: 820 8760

bottom of page